Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 01. nóvember 2024 14:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Martin skrifar undir tveggja ára samning á Englandi
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Englendingurinn Gary Martin hefur skrifað undir samning við
Bishop Auckland í heimalandi sínu.

Samningurinn gildir næstu tvö árin.

Gary sagði frá því á dögunum að hann væri að kveðja Ísland og það væri kominn tími á að flytja aftur heim til Englands.

Enski framherjinn kom fyrst til Íslands árið 2010 og lék þá með ÍA. Hann hélt í kjölfarið til KR og hefur einnig leikið með Víkingi, Val, ÍBV, Selfossi og Víkingi Ólafsvík á ferli sínum hér á landi.

Hann lék síðasta sumar með Víkingi Ólafsvík og skoraði þá tíu mörk í 19 leikjum.

Gary varð tvisvar Íslandsmeistari, bikarmeistari tvisvar, einu sinni meistari meistaranna, vann gullskóinn tvisvar og silfurskóinn einu sinni.

Gary er 33 ára og er uppalinn hjá Middlesbrough. Hann fór á láni frá Boro til Ujpest árið 2010 en hélt í kjölfarið til Íslands og spilaði með ÍA. Erlendis hefur hann spilað með Hjörring, Lilleström, Lokeren, York og Darlington. Núna bætist Bishop Auckland við listann en liðið er í utandeildinni á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner