Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 02. janúar 2020 21:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool ekki tapað í heilt ár
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 13 stiga forskot og leik til góða á Leicester, liðið í öðru sæti. Liverpool vann 2-0 gegn Sheffield United í kvöld.

Þetta var fyrsti leikur ársins hjá Liverpool, en sigurinn í kvöld þýðir að Liverpool hefur ekki tapað í ensku úrvalsdeildinni í heilt ár. Magnaður árangur.

Liverpool tapaði síðast deildarleik 3. janúar 2019 gegn Manchester City á Etihad-vellinum.

Liverpool lenti í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, einu stigi frá City. Nú stefnir í fyrsta Englandsmeistaratitil félagsins frá 1990. Það þarf mikið að gerast til að svo verði ekki.


Athugasemdir
banner
banner