Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   lau 02. mars 2024 22:06
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Roma unnið fimm af sex leikjum sínum undir stjórn De Rossi
Paulo Dybala skoraði fyrir Roma
Paulo Dybala skoraði fyrir Roma
Mynd: EPA
Lærisveinar Daniele De Rossi í Roma unnu þriðja deildarleikinn í röð er það heimsótti Monza í Seríu A í dag.

Það er kominn betri bragur á Roma-liðið síðan De Rossi tók við þar sem margir leikmenn hafa fundið sig.

Lorenzo Pellegrini og Romelu Lukaku skoruðu með fjögurra mínútna millibili undir lok fyrri hálfleiks gegn Monza í dag áður en Argentínumennirnir Paulo Dybala og Leandro Paredes gerðu út um leikinn í þeim síðari. Heimamenn gerðu eitt mark undir lokin og lokatölur því 4-1 Roma í vil.

Frá því De Rossi tók við Roma hefur liðið unnið fimm af sex deildarleikjum sínum. Nú situr Roma í 5. sæti með 47 stig, einu frá Bologna sem er í 4. sætinu.

Torino og Fiorentina gerðu markalaust jafntefli í Tórínó. Heimamenn náðu að halda út þrátt fyrir að hafa spilað manni færri allan síðari hálfleikinn.

Udinese og Salernitana gerðu þá 1-1 jafntefli og var það svipað þar. Heimamenn spiluðu manni færri frá 64. mínútu eftir að Festy Ebosele fékk að líta rauða spjaldið.

Úrslit og markaskorarar:

Monza 1 - 4 Roma
0-1 Lorenzo Pellegrini ('38 )
0-2 Romelu Lukaku ('42 )
0-3 Paulo Dybala ('63 )
0-4 Leandro Paredes ('82 , víti)
1-4 Andrea Carboni ('87 )

Torino 0 - 0 Fiorentina
Rautt spjald: Samuele Ricci, Torino ('45)

Udinese 1 - 1 Salernitana
0-1 Loum Tchaouna ('10 )
1-1 Hassane Kamara ('45 )
Rautt spjald: Festy Ebosele, Udinese ('64)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner