fös 02. apríl 2021 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Geta unnið bikarinn tvisvar á tveimur vikum
Mynd: Getty Images
Athletic Bilbao mætir Real Sociedad í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins annað kvöld. Liðin eru þar að mætast í frestuðum úrslitaleik frá síðustu leiktíð.

Það sem vekur athygli er að tveimur vikum eftir úrslitaleikinn verður keppt aftur í úrslitaleik í sömu keppni. Úrslitaleikur Konungsbikarsins frá yfirstandandi leiktíð er á dagskrá 17. apríl og þar mæta leikmenn Athletic Bilbao aftur til leiks, gegn Barcelona í þetta sinn.

Leikmenn Athletic geta því unnið spænska bikarinn tvisvar sinnum á tveimur vikum. Það yrði sögulegt afrek sem væri nær ómögulegt að endurtaka.

Það er sérstaklega rómantískt að félagið sem á í hlut skuli vera Athletic Bilbao, félag úr Baskahéraði sem spilar eingöngu á leikmönnum frá því landsvæði.

Athletic hefur gengið merkilega vel í gegnum tíðina og þá sérstaklega undanfarin ár. Félagið hefur þó átt erfitt með að halda í lykilmenn og misst menn á borð við Aymeric Laporte og Kepa Arrizabalaga frá sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner