Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   þri 02. apríl 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmaður Barcelona hraunaði yfir stuðningsmann liðsins fyrir utan æfingasvæðið
Mynd: Barcelona

Inigo Martinez miðvörður Barcelona missti stjórn á skapi sínu þegar stuðningsmenn liðsins veittust af honum með orðum sínum fyrir utan æfingasvæði félagsins í gær.


Martinez hefur ekki náð að festa sig í sessi í liðinu síðan hann samdi við Barcelona síðasta sumar en hann gekk til liðs við félagið frá Athletic Bilbao.

Hann var að keyra heim frá æfingu áður en hann stöðvaði bílinn og gekk í átt að ungum aðdáanda liðsins og lét vel valin orð falla.

„Þetta er í fyrsta sinn sem þú kallar mig heimskan. Þetta er í síðasta sinn sem þú móðgar mig, sama má segja um vin þinn. Heyrir þú það? Síðasta sinn. Ekki vera kjáni," sagði Martinez.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikmenn Barcelona verða fyrir barðinu á blóðheitum stuðningsmönnum en Lionel Messi og Antoine Griezmann lentu í svipuðum atvikum á sínum tíma og Pedri, Frenkie de Jong og Robert Lewandowski hafa einnig orðið fyrir áreiti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner