Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 02. maí 2023 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp ákærður af enska sambandinu
Mynd: Getty Images

Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Jurgen Klopp stjóra Liverpool fyrir ummæli sín í garð dómarans Paul Tierney.


Tierney gaf Klopp gult spjald þegar sá síðarnefndi fagnaði sigurmarki Diogo Jota gegn Tottenham í 4-3 sigri liðsins um hlegina með því að ráðast að fjórða dómaranum en Klopp var ósáttur við orð Tierney.

Klopp segir að Tierney hafi viljað gefa honum rautt en fjórði dómarinn hafi mælt með gula spjaldinu.

„Hann (Klopp) gefur í skyn hlutdrægni og/eða efast um heiðarleika dómarans og eru persónuleg/móðgandi," segir m.a. í yfirlýsingu frá sambandinu.

Klopp hefur til föstudagsins 5. maí til að svara ákærunni en hann á yfirhöfði sér bann ef hann verður dæmdur.


Athugasemdir
banner
banner