Belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne fær ekki nýjan samning hjá enska stórveldinu Manchester City. Þessi hæfileikaríki fótboltamaður verður því samningslaus í sumar, eftir 34. afmælisdaginn sinn.
De Bruyne hefur verið orðaður við ýmis félög undanfarna daga, þar á meðal Chelsea, Como, Inter Miami og Al-Nassr. en hann er aðeins með eitt staðfest samningstilboð á borðinu samkvæmt heimildum Fabrizio Romano.
Það tilboð er frá MLS félaginu Chicago Fire sem er með 12 stig eftir 9 umferðir á nýju deildartímabili. Þekktasti leikmaður liðsins er eflaust kantmaðurinn knái Jonathan Bamba, sem lék áður fyrir Lille og Celta Vigo.
Framtíð De Bruyne er óljós en ljóst er að hann mun hafa ýmsa valkosti í sumar.
De Bruyne á 109 landsleiki að baki fyrir Belgíu og stefnir á að fara með liðinu á HM á næsta ári.
Athugasemdir