Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fös 02. maí 2025 15:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þá er þetta ekki staður til að ræða hans mál"
Mynd: EPA
„Það eru fjórar vikur til stefnu. Ef það væru einhverjar fréttir, þá myndi ég ekki segja að þið yrðuð fyrstir til að heyra það, en fólkið fyrir framan mig mun örugglega heyra það allt," sagði Arne Slot, stjóri Liverpool, við fjölmiðlamenn á fréttamannafundi í dag þegar hann var spurður út í Trent Alexander-Arnold sem verður samningslaus í sumar og hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid í vetur.

Stjóri Englandsmeistaranna var spurður hvort að Trent myndi skrifa undir nýjan samning hjá Liverpool.

„Á meðan það eru engar fréttir frá okkur, þá er þetta ekki staður til að ræða hans mál."

Slot sagði á fundinum að hann búist við því að hægri bakvörðurinn Conor Bradley verði til taks á móti Chelsea á sunnudaginn í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir