Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, talaði ekki við fjölmiðla eftir að liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn á Anfield í gær, en framtíð hans hjá félaginu er enn óráðin þegar tveir mánuðir eru eftir af samningi hans.
Englendingurinn var í bakverðinum hjá Liverpool í sögulegum 5-1 sigri liðsins á Tottenham í gær.
Hann átti þátt í fimmta marki Liverpool er hann setti skot í átt að marki sem Destiny Udogie stýrði í eigið net.
Eftir leikinn fögnuðu Liverpool-menn sigrinum ákaflega og mættu margir í viðtöl, en Trent gerði það ekki.
Peacock, sem streymir leiknum í Bandaríkjunum, fékk þau svör að Trent myndi ekki mæta í viðtöl hjá neinum fjölmiðli, sem ýtir enn frekar undir að hann sé á förum frá félaginu.
Gary Neville hjá Sky Sports sagði að Trent yrði að tjá sig um framtíð sína eftir að félagið landaði titlinum og þá hefur Jamie Carragher kallaði eftir því að hann verði settur á bekkinn út tímabilið.
Liverpool er búið að vinna deildina og myndi því yfirlýsing frá Trent ekki trufla neitt á þessum tímapunkti.
Trent hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid síðustu mánuði en spænskir miðlar fullyrða að hann hafi samþykkt að ganga í raðir félagsins á frjálsri sölu í sumar.
Athugasemdir