Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fös 02. júní 2023 22:32
Elvar Geir Magnússon
Logi fékk rautt eftir leik - Aðstoðarþjálfarinn sakaður um leikaraskap
Mynd: Fótbolti.net
Það var allt á suðupunkti í Kópavogi þar sem Breiðablik og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli í kvöld. Eftir leikinn féll Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, í jörðina eftir viðskipti við Loga Tómasson, leikmann Víkings.

Stuðningsmenn Breiðabliks kalla eftir leikbanni á Loga á meðan Víkingar saka Halldór um að hafa verið með leikræna tilburði.

Kristján Óli Sigurðsson, Bliki og umsjónarmaður Þungavigtarinnar, birtir myndband af atvikinu á Twitter og kollegi hans Hrafnkell Freyr Ágústsson, Bliki og sérfræðingur Dr. Football, segir eðlilegt að Logi fái þriggja leikja bann.

„Ég sé fullorðinn mann garga framan í leikmann eftir mjög heitan leik og detta eins og kóngur. Svo er Loga hrint en hann stendur uppréttur. Það er verið að reyna að búa til kjúklingasalat úr kjúklingaskít hérna," svarar Hörður Ágústsson, stuðningsmaður Víkings.

Einar Guðnason, fyrrum aðstoðarþjálfari Víkings, skrifar: „En hvað er aðstoðarþjálfarinn að ögra leikmanni og henda sér svo niður? Þetta var ekki snerting sem verðskuldar svona dýfu."

Fréttin hefur verið uppfærð: Logi fékk rautt spjald eftir leik en það kemur fram í skýrslu. Víkingar leyfðu ekki viðtöl við hann eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.



Athugasemdir
banner
banner