Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 02. júní 2023 14:44
Elvar Geir Magnússon
Mjög litlar líkur á að Antony geti verið með
Ten Hag meiddist gegn Chelsea.
Ten Hag meiddist gegn Chelsea.
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir ekki miklar líkur á því að brasilíski sóknarleikmaðurinn Antony geti spilað í bikarúrslitaleiknum gegn Manchester City á morgun.

„Það er ólíklegt, það er enn möguleiki en hann er mjög lítill. Hann hefur ekki jafnað sig nægilega mikið. Það er mjög ólíklegt að hann geti verið með," segir Ten Hag.

Ten Hag var spurður að því hvort hann væri ánægður með árangur tímabilsins. United endaði í 3. sæti í deildinni og náði Meistaradeildarsæti, auk þess vann liðið deildabikarinn og er komið í úrslitaleik FA-bikarsins.

„Ég tel að þetta sé mjög gott, þegar horft er til þess hvar liðið var og sérð þróunina innan liðsins. Við getum verið ánægðir með tímabilið en ég veit að í sumar byrjum við á núllpunkti."

Úrslitaleikur Manchester City og Manchester United verður klukkan 14 á morgun.
Athugasemdir
banner
banner