Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   fim 02. júlí 2020 22:10
Anton Freyr Jónsson
Jóhann skorar alltaf mörk: Er búinn að finna markaskóna
Lengjudeildin
Jóhann Helgi Hannesson fagnar marki sínu í kvöld
Jóhann Helgi Hannesson fagnar marki sínu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Reykjavík og Þór Akureyri mættust á Eimskipsvellinum í kvöld í 3.umferð Lengjudeildarinnar og höfðu Þórsarar betur 2-0. Alvaro Montejo og Jóhann Helgi skoruðu mörk Þórs og eru Þórsarar með fullt hús stiga en Þróttarar án stiga.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  2 Þór

Jóhann Helgi Hannesson framherji Þórs var léttur eftir sigurinn í kvöld.

,Bara höldum áfram að harka sigrunum, ákvaðum að breyta aðeins um leikkerfi og byrja leikinn vel sem tókst í dag og vörðum markið okkar vel, þeir fengu ekki mörg færi og bara þokkalega sáttur með leikinn."

Jóhann Helgi Hannesson skoraði í síðasta leik gegn Leikni F. og svo aftur hér í kvöld og var Jói spurður hvort hann væri búin að finna markaskóna.

„Jájá ég er búin að finna markaskóna, þau eru ekki alltaf falleg, þetta var ekki fallegt í dag en telur jafn mikið."

Markmið Þórsara er skýrt og ætlar liðið sér sæti í efstu deild að ári.

„Við erum búnir að gefa það út. Það er bara klárt mál, við ætlum að fara upp."
Athugasemdir
banner