Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 02. júlí 2022 18:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Ingibjörg: Það er ný áskorun og ég tek því bara
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leiknum á móti Póllandi þar sem hún kom inn á sem varamaður og gerði mjög vel.
Í leiknum á móti Póllandi þar sem hún kom inn á sem varamaður og gerði mjög vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessir dagar hafa verið mjög góðir, mikið af góðum æfingum og það er verið að púsla öllu saman," segir Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins.

Hún ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Þýskalandi í kvöld, en þar er liðið í æfingabúðum fyrir EM.

Ingibjörg átti góða innkomu í æfingaleikinn gegn Póllandi fyrir nokkrum dögum síðan.

„Það var mjög gott að fá þann leik og það var margt sem við þurftum að fara í gegnum... Ég kem inn þar sem við erum að reyna að drepa leikinn, halda í boltann og þannig. Ég var frekar ánægð með innkomuna."

Ingibjörg hefur ekki verið að byrja mikið af landsleikjum upp á síðkastið, en hún segir það bara nýja áskorun sem hún er tilbúin að takast á við - að veita samkeppni og berjast um sæti í liðinu.

„Auðvitað vill maður spila sem mest. Maður þarf að einbeita sér betur að því hvaða hlutverk maður er að taka og hvar mikilvægi þess liggur. Það er ný áskorun og ég tek því bara. Það er auðvitað erfiðara að vera í aðeins minna hlutverki."

Lykilmaður í Vålerenga
Ingibjörg er í lykilhlutverki hjá Vålerenga, sem er eitt af þremur bestu liðum Noregs. Hvernig hefur tímabilið verið þar hingað til?

„Bara mjög fínt, við höfum verið að vinna liðin í neðri helmingnum mjög stórt en svo hefur þetta ekki fallið með okkur á móti betri liðunum. Það er klárlega margt sem við þurfum að bæta en heilt yfir hefur þetta verið mjög fínt."

Það hafa heyrst einhverjar sögusagnir um það að Ingibjörg sé mögulega á förum frá Vålerenga og talað áhuga frá Englandi og Svíþjóð. Hún segist ekki hafa heyrt neitt eins og er.

„Ég er með samning fram yfir næsta tímabil og ég verð áfram eins og er, en það er margt sem getur gerst í þessu. Öll mín einbeiting er á Vålerenga."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Ingibjörg meðal annars um mótið sem er framundan.
Athugasemdir
banner