Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   lau 02. júlí 2022 18:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Ingibjörg: Það er ný áskorun og ég tek því bara
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leiknum á móti Póllandi þar sem hún kom inn á sem varamaður og gerði mjög vel.
Í leiknum á móti Póllandi þar sem hún kom inn á sem varamaður og gerði mjög vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessir dagar hafa verið mjög góðir, mikið af góðum æfingum og það er verið að púsla öllu saman," segir Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins.

Hún ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Þýskalandi í kvöld, en þar er liðið í æfingabúðum fyrir EM.

Ingibjörg átti góða innkomu í æfingaleikinn gegn Póllandi fyrir nokkrum dögum síðan.

„Það var mjög gott að fá þann leik og það var margt sem við þurftum að fara í gegnum... Ég kem inn þar sem við erum að reyna að drepa leikinn, halda í boltann og þannig. Ég var frekar ánægð með innkomuna."

Ingibjörg hefur ekki verið að byrja mikið af landsleikjum upp á síðkastið, en hún segir það bara nýja áskorun sem hún er tilbúin að takast á við - að veita samkeppni og berjast um sæti í liðinu.

„Auðvitað vill maður spila sem mest. Maður þarf að einbeita sér betur að því hvaða hlutverk maður er að taka og hvar mikilvægi þess liggur. Það er ný áskorun og ég tek því bara. Það er auðvitað erfiðara að vera í aðeins minna hlutverki."

Lykilmaður í Vålerenga
Ingibjörg er í lykilhlutverki hjá Vålerenga, sem er eitt af þremur bestu liðum Noregs. Hvernig hefur tímabilið verið þar hingað til?

„Bara mjög fínt, við höfum verið að vinna liðin í neðri helmingnum mjög stórt en svo hefur þetta ekki fallið með okkur á móti betri liðunum. Það er klárlega margt sem við þurfum að bæta en heilt yfir hefur þetta verið mjög fínt."

Það hafa heyrst einhverjar sögusagnir um það að Ingibjörg sé mögulega á förum frá Vålerenga og talað áhuga frá Englandi og Svíþjóð. Hún segist ekki hafa heyrt neitt eins og er.

„Ég er með samning fram yfir næsta tímabil og ég verð áfram eins og er, en það er margt sem getur gerst í þessu. Öll mín einbeiting er á Vålerenga."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Ingibjörg meðal annars um mótið sem er framundan.
Athugasemdir
banner
banner
banner