Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   lau 02. júlí 2022 18:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Ingibjörg: Það er ný áskorun og ég tek því bara
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leiknum á móti Póllandi þar sem hún kom inn á sem varamaður og gerði mjög vel.
Í leiknum á móti Póllandi þar sem hún kom inn á sem varamaður og gerði mjög vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessir dagar hafa verið mjög góðir, mikið af góðum æfingum og það er verið að púsla öllu saman," segir Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins.

Hún ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Þýskalandi í kvöld, en þar er liðið í æfingabúðum fyrir EM.

Ingibjörg átti góða innkomu í æfingaleikinn gegn Póllandi fyrir nokkrum dögum síðan.

„Það var mjög gott að fá þann leik og það var margt sem við þurftum að fara í gegnum... Ég kem inn þar sem við erum að reyna að drepa leikinn, halda í boltann og þannig. Ég var frekar ánægð með innkomuna."

Ingibjörg hefur ekki verið að byrja mikið af landsleikjum upp á síðkastið, en hún segir það bara nýja áskorun sem hún er tilbúin að takast á við - að veita samkeppni og berjast um sæti í liðinu.

„Auðvitað vill maður spila sem mest. Maður þarf að einbeita sér betur að því hvaða hlutverk maður er að taka og hvar mikilvægi þess liggur. Það er ný áskorun og ég tek því bara. Það er auðvitað erfiðara að vera í aðeins minna hlutverki."

Lykilmaður í Vålerenga
Ingibjörg er í lykilhlutverki hjá Vålerenga, sem er eitt af þremur bestu liðum Noregs. Hvernig hefur tímabilið verið þar hingað til?

„Bara mjög fínt, við höfum verið að vinna liðin í neðri helmingnum mjög stórt en svo hefur þetta ekki fallið með okkur á móti betri liðunum. Það er klárlega margt sem við þurfum að bæta en heilt yfir hefur þetta verið mjög fínt."

Það hafa heyrst einhverjar sögusagnir um það að Ingibjörg sé mögulega á förum frá Vålerenga og talað áhuga frá Englandi og Svíþjóð. Hún segist ekki hafa heyrt neitt eins og er.

„Ég er með samning fram yfir næsta tímabil og ég verð áfram eins og er, en það er margt sem getur gerst í þessu. Öll mín einbeiting er á Vålerenga."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Ingibjörg meðal annars um mótið sem er framundan.
Athugasemdir
banner
banner