Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. júlí 2022 12:03
Brynjar Ingi Erluson
Inter lánar Sensi til Monza (Staðfest)
Stefano Sensi
Stefano Sensi
Mynd: Getty Images
Ítalski miðjumaðurinn Stefano Sensi mun spila með Monza á láni frá Inter á næstu leiktíð, Hann var kynntur hjá félaginu í dag.

Monza er nýliði í Seríu A eftir að hafa unnið Pisa í umspili um sæti í deildinni í síðasta mánuði.

Silvio Berlusconi er eigandi Monza og kom félaginu í fyrsta sinn í sögunni í efstu deild, en hann var áður eigandi Milan.

Hann hefur verið duglegur við að sækja reynslumikla leikmenn á markaðnum í sumar en það bættist við annar leikmaður í dag.

Stefano Sensi er mættur á láni frá Inter. Þetta kemur til með að styrkja liðið gríðarlega en Sensi sem er 26 ára, hefur átt sæti í ítalska landsliðshópnum síðustu tvö ár.

Monza ætlar að halda áfram að styrkja hópinn en félagið reynir nú að sannfæra argentínska sóknarmanninn Mauro Icardi um að koma frá Paris Saint-Germain og þá ætlar félagið að reyna hið ómögulega og fá Paulo Dybala á frjálsri sölu.

Sjá einnig:
Monza reynir að fá Icardi og Dybala
Athugasemdir
banner
banner
banner