Það eru framkvæmdir á Meistaravöllum, verið er að skipta um undirlag á keppnisvellinum og leggja gervigras. KR hefur spilað sex „heimaleiki" á AVIS vellinum í Laugardal. KR-ingar höfðu vonast eftir því að einungis þyrfti að spila tvo „heimaleiki" annars staðar en á Meistaravöllum, en ljóst er að þeir verða allavega sjö, og mögulega fleiri.
Kvennaliðið hefur spilað á KR-vellinum, sem margir tengja við sem heimavöll KV, í sínum heimaleikjum í Lengjudeildinni.
Geir Þorsteinsson er rekstrarstjóri fótboltadeildar KR og var hann spurður út í hvaða áhrif þetta hefði á reksturinn.
Kvennaliðið hefur spilað á KR-vellinum, sem margir tengja við sem heimavöll KV, í sínum heimaleikjum í Lengjudeildinni.
Geir Þorsteinsson er rekstrarstjóri fótboltadeildar KR og var hann spurður út í hvaða áhrif þetta hefði á reksturinn.
„Við erum að spila á hlutlausum velli og það hefur neikvæð áhrif á okkur fjárhagslega," segir Geir.
KR mun mæta KA á AVIS vellinum á sunnudag og næsti skráði heimaleikur verður svo gegn Breiðabliki 27. júlí, og er sá leikur í dag skráður á Meistaravelli.
Er dýrt að fá AVIS völlinn að láni?
„Það er allt í góðu samkomulagi milli aðila, það er ekkert frítt í þessum heimi, hvort það sé dýrt er bara afstætt."
„Við höfum ekki verið með okkar auglýsingaskilti á leikjunum, nema einum leik. Þetta hefur neikvæð áhrif á fjáröflun félagsins."
Eru þetta hundruð þúsunda sem félagið verður af í hverjum leik, eða jafnvel milljónir?
„Þetta er veruleg upphæð þegar margir leikir safnast saman. Þetta hefur áhrif á aðsókn, Vesturbæingar sem myndu annars labba á völlinn, ekki allir af þeim koma í Laugardalinn, þeir bíða eftir að spilað verði í Vesturbænum. Þetta hefur áhrif á tekjur af veitingasölu og svo auglýsingar í kringum leikina," segir Geir.
Það er augljóst að það myndi henta KR-ingum vel ef Meistaravellir yrðu tilbúnir fyrir heimaleik hjá KR sem fyrst og vonast Vesturbæingar til þess að hægt verði að spila gegn Blikum á nýju gervigrasi seinna í þessum mánuði.
Athugasemdir