Breiðablik mun að öllum líkindum spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni á Laugardalsvellinum.
Víkingar spiluðu leiki sína í Sambandsdeildinni í fyrra á Kópavogsvelli, heimavelli Breiðabliks, en þá voru framkvæmdir í gangi á Laugardalsvellinum.
Víkingar spiluðu leiki sína í Sambandsdeildinni í fyrra á Kópavogsvelli, heimavelli Breiðabliks, en þá voru framkvæmdir í gangi á Laugardalsvellinum.
Því fékkst undanþága til að spila á Kópavogsvelli en það er líklega ekki hægt núna þar sem Laugardalsvöllurinn er klár og þar er nýtt hybrid-gervigras sem hægt verður að nota í kuldanum í vetur.
Það er ekki alveg búið að staðfesta þetta en eins og fyrr segir eru yfirgnæfandi líkur á því að Blikar spili heimaleiki sína í Laugardalnum þar sem Kópavogsvöllur uppfyllir ekki allar kröfur UEFA á þessu stigi keppninnar.
Blikar munu spila heimaleiki gegn Shamrock Rovers, KuPS og Samsunspor í Sambandsdeildinni.
Athugasemdir