Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool lánar ungan miðjumann til Ajax (Staðfest)
James McConnell.
James McConnell.
Mynd: Ajax
Ajax hefur staðfest að félagið hafi fengið miðjumanninn James McConnell á láni frá Liverpool.

Á sama tíma og það var tilkynnt, þá sagði Liverpool frá því að leikmaðurinn hefði skrifað undir nýjan samning sem gildir til ársins 2030.

Það var áhugi annars staðar frá, meðal annars frá félögum í Championship-deildinni, en stærsta ástæðan fyrir því að hann fer til Ajax er Jonny Heitinga, stjóri hollenska úrvalsdeildarfélagsins.

Heitinga var aðstoðarþjálfari Liverpool á síðasta tímabili og vann þar með McConnell. Hann tók svo við Ajax í sumar.

„James er með sigurhugarfar og mun koma með mikinn kraft í hópinn," segir Alex Kroes, yfirmaður fótboltamála hjá Ajax, um skiptin.

McConnell er tvítugur og hefur komið við sögu í 13 leikjum með aðalliði Liverpool.
Athugasemdir
banner