Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 02. ágúst 2021 22:41
Arnar Laufdal Arnarsson
Arnar Gunnlaugs: Þetta var slys sem gerðist
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
" Fyrstu 20 mínúturnar, þá leit út eins og við værum að fara vinna þennan leik 4-0 svo gerðist bara einhvað eftir það og Blikarnir gengu á lagið og þeir voru frábærir" Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 4-0 tap gegn Breiðablik.

"Stundum er þetta bara svona í fótbolta, við erum búnir að eiga frábært tímabil og við megum ekki láta þennan leik „define-a" okkar tímabilið, við erum ennþá með forystu á Blika, Valur - KR er núna næst og ef hagstæð úrslit eru þar þá er þetta bara game on, fleiri lið í pakkanum. Þetta var bara slys sem gerðist og erfitt að kryfja leikinn strax en til að svara spurningunni þá voru Blikarnir bara frábærir"

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

"Ég hef svo oft talað um þetta er svo rosalega mikið „game of margins" þessi yndislegi leikur sem við köllum fótbolta, við fáum tvö dauðafæri í byrjun leiks og þú getur rétt ímyndað þér hvað hefði gerst ef við hefðum komist í tvö núll. Þegar hitt liðið fær mómentið með sér og gengur á lagið og eru góðir að ganga á lagið það má ekki gleyma því að það er ekki nóg að skora fyrsta markið þú verður að kunna að ganga á lagið og ganga frá andstæðingnum og Blikarnir gerðu það virkilega vel"

Markahæsti leikmaður deildarinnar Nikolaj Hansen var fjarrverandi í kvöld en hann var að taka út leikbann, var öðruvísi holning á liði Víkinga í fjarrveru Niko?

"Það vantaði líka góða leikmenn hjá þeim, Viktor Karl örugglega einn albesti miðjumaður deildarinnar hann var líka fjarrverandi þannig auðvitað breytist einhvað hjá báðum liðum. Það vantaði líka Kalla hjá okkur og ég held það hafi sést í föstum leikatriðum hjá okkur því við vorum óvenju lélegir í hornspyrnum og þess háttar og fannst Blikarnir líklegir að skora úr hverju einasta horni en fjarrvera Niko var ekki ástæðan fyrir tapinu"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner