Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   mán 02. ágúst 2021 22:41
Arnar Laufdal Arnarsson
Arnar Gunnlaugs: Þetta var slys sem gerðist
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
" Fyrstu 20 mínúturnar, þá leit út eins og við værum að fara vinna þennan leik 4-0 svo gerðist bara einhvað eftir það og Blikarnir gengu á lagið og þeir voru frábærir" Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 4-0 tap gegn Breiðablik.

"Stundum er þetta bara svona í fótbolta, við erum búnir að eiga frábært tímabil og við megum ekki láta þennan leik „define-a" okkar tímabilið, við erum ennþá með forystu á Blika, Valur - KR er núna næst og ef hagstæð úrslit eru þar þá er þetta bara game on, fleiri lið í pakkanum. Þetta var bara slys sem gerðist og erfitt að kryfja leikinn strax en til að svara spurningunni þá voru Blikarnir bara frábærir"

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

"Ég hef svo oft talað um þetta er svo rosalega mikið „game of margins" þessi yndislegi leikur sem við köllum fótbolta, við fáum tvö dauðafæri í byrjun leiks og þú getur rétt ímyndað þér hvað hefði gerst ef við hefðum komist í tvö núll. Þegar hitt liðið fær mómentið með sér og gengur á lagið og eru góðir að ganga á lagið það má ekki gleyma því að það er ekki nóg að skora fyrsta markið þú verður að kunna að ganga á lagið og ganga frá andstæðingnum og Blikarnir gerðu það virkilega vel"

Markahæsti leikmaður deildarinnar Nikolaj Hansen var fjarrverandi í kvöld en hann var að taka út leikbann, var öðruvísi holning á liði Víkinga í fjarrveru Niko?

"Það vantaði líka góða leikmenn hjá þeim, Viktor Karl örugglega einn albesti miðjumaður deildarinnar hann var líka fjarrverandi þannig auðvitað breytist einhvað hjá báðum liðum. Það vantaði líka Kalla hjá okkur og ég held það hafi sést í föstum leikatriðum hjá okkur því við vorum óvenju lélegir í hornspyrnum og þess háttar og fannst Blikarnir líklegir að skora úr hverju einasta horni en fjarrvera Niko var ekki ástæðan fyrir tapinu"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner