Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mán 02. ágúst 2021 22:41
Arnar Laufdal Arnarsson
Arnar Gunnlaugs: Þetta var slys sem gerðist
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
" Fyrstu 20 mínúturnar, þá leit út eins og við værum að fara vinna þennan leik 4-0 svo gerðist bara einhvað eftir það og Blikarnir gengu á lagið og þeir voru frábærir" Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 4-0 tap gegn Breiðablik.

"Stundum er þetta bara svona í fótbolta, við erum búnir að eiga frábært tímabil og við megum ekki láta þennan leik „define-a" okkar tímabilið, við erum ennþá með forystu á Blika, Valur - KR er núna næst og ef hagstæð úrslit eru þar þá er þetta bara game on, fleiri lið í pakkanum. Þetta var bara slys sem gerðist og erfitt að kryfja leikinn strax en til að svara spurningunni þá voru Blikarnir bara frábærir"

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

"Ég hef svo oft talað um þetta er svo rosalega mikið „game of margins" þessi yndislegi leikur sem við köllum fótbolta, við fáum tvö dauðafæri í byrjun leiks og þú getur rétt ímyndað þér hvað hefði gerst ef við hefðum komist í tvö núll. Þegar hitt liðið fær mómentið með sér og gengur á lagið og eru góðir að ganga á lagið það má ekki gleyma því að það er ekki nóg að skora fyrsta markið þú verður að kunna að ganga á lagið og ganga frá andstæðingnum og Blikarnir gerðu það virkilega vel"

Markahæsti leikmaður deildarinnar Nikolaj Hansen var fjarrverandi í kvöld en hann var að taka út leikbann, var öðruvísi holning á liði Víkinga í fjarrveru Niko?

"Það vantaði líka góða leikmenn hjá þeim, Viktor Karl örugglega einn albesti miðjumaður deildarinnar hann var líka fjarrverandi þannig auðvitað breytist einhvað hjá báðum liðum. Það vantaði líka Kalla hjá okkur og ég held það hafi sést í föstum leikatriðum hjá okkur því við vorum óvenju lélegir í hornspyrnum og þess háttar og fannst Blikarnir líklegir að skora úr hverju einasta horni en fjarrvera Niko var ekki ástæðan fyrir tapinu"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner