Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 02. ágúst 2021 22:41
Arnar Laufdal Arnarsson
Arnar Gunnlaugs: Þetta var slys sem gerðist
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
" Fyrstu 20 mínúturnar, þá leit út eins og við værum að fara vinna þennan leik 4-0 svo gerðist bara einhvað eftir það og Blikarnir gengu á lagið og þeir voru frábærir" Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 4-0 tap gegn Breiðablik.

"Stundum er þetta bara svona í fótbolta, við erum búnir að eiga frábært tímabil og við megum ekki láta þennan leik „define-a" okkar tímabilið, við erum ennþá með forystu á Blika, Valur - KR er núna næst og ef hagstæð úrslit eru þar þá er þetta bara game on, fleiri lið í pakkanum. Þetta var bara slys sem gerðist og erfitt að kryfja leikinn strax en til að svara spurningunni þá voru Blikarnir bara frábærir"

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

"Ég hef svo oft talað um þetta er svo rosalega mikið „game of margins" þessi yndislegi leikur sem við köllum fótbolta, við fáum tvö dauðafæri í byrjun leiks og þú getur rétt ímyndað þér hvað hefði gerst ef við hefðum komist í tvö núll. Þegar hitt liðið fær mómentið með sér og gengur á lagið og eru góðir að ganga á lagið það má ekki gleyma því að það er ekki nóg að skora fyrsta markið þú verður að kunna að ganga á lagið og ganga frá andstæðingnum og Blikarnir gerðu það virkilega vel"

Markahæsti leikmaður deildarinnar Nikolaj Hansen var fjarrverandi í kvöld en hann var að taka út leikbann, var öðruvísi holning á liði Víkinga í fjarrveru Niko?

"Það vantaði líka góða leikmenn hjá þeim, Viktor Karl örugglega einn albesti miðjumaður deildarinnar hann var líka fjarrverandi þannig auðvitað breytist einhvað hjá báðum liðum. Það vantaði líka Kalla hjá okkur og ég held það hafi sést í föstum leikatriðum hjá okkur því við vorum óvenju lélegir í hornspyrnum og þess háttar og fannst Blikarnir líklegir að skora úr hverju einasta horni en fjarrvera Niko var ekki ástæðan fyrir tapinu"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir