Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mán 02. ágúst 2021 21:05
Victor Pálsson
Pepsi Max-deildin: Breiðablik valtaði yfir Víking - Jason skoraði tvö
Jason skoraði tvö.
Jason skoraði tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson skorar í kvöld.
Gísli Eyjólfsson skorar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 4 - 0 Víkingur R.
1-0 Jason Daði Svanþórsson ('34 )
2-0 Jason Daði Svanþórsson ('38 )
3-0 Viktor Örn Margeirsson ('48 )
4-0 Gísli Eyjólfsson ('55 )

Lestu um leikinn

Lið Breiðabliks valtaði yfir Víking Reykjavík í Pepsi Max-deild karla í kvöld en einn leikur fór fram og var það mikilvæg viðureign fyrir bæði lið.

Víkingar byrjuðu leikinn á Kópavogsvelli af krafti en það voru Blikar sem tóku forystuna á 34. mínútu er Jason Daði Svanþórsson skoraði með góðu skoti.

Stuttu seinna skoraði Jason sitt annað mark en Höskuldur Gunnlaugsson átti fasta aukaspyrnu að marki Víkings sem Þórður Ingason sló út í teiginn þar sem Jason var fyrstur til knattarins og setti hann í netið.

Staðan var 2-0 í leikhléi en það tók Blika aðeins þrjár mínútur í þeim síðari að skora en það gerði Viktor Örn Margeirsson með skalla eftir hornspyrnu.

Sjö mínútum síðar slapp Jason einn inn fyrir vörn Víkings og reyndi að lyfta boltanum yfir Þórð í markinu. Boltinn datt fyrir fætur Gísla Eyjólfssonar sem þakkaði fyrir sig og skoraði auðveldlega.

Þessi 4-0 sigur Breiðabliks kemur liðinu í 26 stig og eru þeir grænklæddu nú fjórum stigum frá Val í fyrsta sæti og þremur stigum frá Víkingi í því öðru.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner