Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   fös 02. ágúst 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orri Steinn orðaður við Sociedad
Mynd: Getty Images

Orri Steinn Óskarsson hefur verið frábær í upphafi tímabilsins hjá FC Kaupmannahöfn en lið í Evrópu hafa sýnt honum mikinn áhuga.


Spænska liðið Girona bauð í hann í síðasta mánuði en FCK hafnaði um 15 milljón evra tilboði í hann frá spænska liðinu sem vantar framherja þar sem Artem Dovbyk, markahæsti leikmaður La Liga á síðasta tímabili, er á förum frá félaginu.

Ítalski blaðamaðurinn Matteo Moretto greinir frá því að Real Sociedad sé einnig á eftir íslenska landsliðsframherjanum.

Það verður hins vegar erfitt verkefni fyrir spænska liðið að næla í Orra þar sem hann skrifaði nýverið undir nýjan fjögurra ára samning í síðasta mánuði.

Orri hefur byrjað tímabilið gríðarlega vel en hann hefur skorað fjögur mörk í fjórum leikjum í dönsku deildinni og Sambandsdeildinni en hann skoraði tvö mörk í 5-1 sigri liðsins á Magpies frá Gíbraltar í gær.


Athugasemdir
banner
banner