Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   fös 02. október 2020 20:43
Victor Pálsson
Ítalía: Quagliarella skoraði í frábærum sigri Sampdoria
Fiorentina 1 - 2 Sampdoria
0-1 Fabio Quagliarella(42, víti')
1-1 Dusan Vlahovic('72)
1-2 Valerio Verre('83)

Sampdoria vann sinn fyrsta sigur í Serie A á tímabilinu í kvöld er liðið mætti Fiorentina á útivelli í þriðju umferð.

Ljóst var að verkefnið væri erfitt fyrir gestina sem mættu þó grimmir til leiks og komust yfir með marki frá reynsluboltanum Fabio Quagliarella.

Staðan var 1-0 þar til á 72. mínútu er Dusan Vlahovic jafnaði metin fyrir heimamenn og staðan orðin 1-1.

Tíu mínútum seinna kom svo sigurmarkið en það gerði Valerio Verre fyrir Sampdoria sem gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 útisigur á erfiðum velli.

Fiorentina hefur nú tapað tveimur leikjum í röð eftir dramatískan 4-3 tapleik gegn Inter í síðustu umferð.

Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 14 9 4 1 22 11 +11 31
2 Napoli 14 10 1 3 22 12 +10 31
3 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 5 3 18 14 +4 23
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Cremonese 14 5 5 4 18 17 +1 20
10 Lazio 14 5 4 5 16 11 +5 19
11 Udinese 14 5 3 6 15 22 -7 18
12 Atalanta 14 3 7 4 17 17 0 16
13 Cagliari 14 3 5 6 14 19 -5 14
14 Genoa 14 3 5 6 15 21 -6 14
15 Parma 14 3 5 6 10 17 -7 14
16 Torino 14 3 5 6 14 26 -12 14
17 Lecce 14 3 4 7 10 19 -9 13
18 Pisa 14 1 7 6 10 19 -9 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner