Ásgeir Eyþórsson, reynslubolti í liði Fylkis, íhugar þessa dagana hvort hann ætli að halda áfram í fótbolta.
Ásgeir er 31 árs miðvörður sem hefur allan sinn feril leikið með uppeldisfélaginu Fylki. Hann verður samningslaus seinna í þessari viku og kom við sögu í 23 leikjum í sumar þegar Fylkir féll úr Bestu deildinni. Varafyrirliðinn byrjaði 20 af leikjunum 23.
Ásgeir er 31 árs miðvörður sem hefur allan sinn feril leikið með uppeldisfélaginu Fylki. Hann verður samningslaus seinna í þessari viku og kom við sögu í 23 leikjum í sumar þegar Fylkir féll úr Bestu deildinni. Varafyrirliðinn byrjaði 20 af leikjunum 23.
„Ég er mjög stutt kominn með þetta, er núna að fara út í frí og svo ákveð hvað ég geri. Ég hef lítið viljað pæla í þessu, en geri það mjög fljótlega," segir Ásgeir við Fótbolta.net.
Fylkir var í fallsæti frá því í 3. umferð og var lengstum í neðsta sæti deildarinnar. Fylkir vann einungis fimm leiki í sumar og Ásgeir tók ekki þátt í tveimur þeirra.
Athugasemdir