Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   mán 02. desember 2024 20:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bose mótið: Atli Þór með fernu gegn Víkingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

HK 4-4 Víkingur
Mörk HK: Atli Þór Jónasson x4
Mörk Víkings: Daði Berg Jónsson, NIkolaj Hansen, Helgi Guðjónsson, Haraldur Ágúst Brynjarsson.


Það var markaveisla í fyrsta leik Bose mótsins sem fór af stað í Kórnum í kvöld.

HK fékk Víking í heimsókn en Daði Berg Jónsson kom Víkingi yfir þegar hann skoraði með skalla eftir sendingu frá Helga Guðjónssyni. Nikolaj Hansen bætti öðru markinu við.

Atli Þór Jónasson svaraði með tveimur mörkum en Helgi kom Víkingum aftur yfir og hinn 17 ára gamli Haraldur Ágúst Brynjarsson bætti fjórða markinu við.

Atli Þór var ekki hættur því hann skoraði tvö mörk til viðbótar og tryggði HK jafntefli. Hrafn Guðmundsson, sem rifti samningi sínum við KR á dögunum kom við sögu hjá HK ásamt Rúrik Gunnarssyni sem hefur komið við sögu hjá KR undanfarin tvö tímabil.


Athugasemdir
banner
banner