Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
banner
   fös 03. janúar 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Massara fundar með Todibo
Franski varnarmaðurinn Jean-Clair Todibo virðist vera á leið til AC Milan í ítalska boltanum og er Frederic Massara, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, staddur í Barcelona þessa stundina til að funda um félagaskiptin.

Milan hefur miklar mætur á Todibo og ákvað því að senda Massara út til að kanna áhuga leikmannsins á félaginu. Todibo er nýorðinn 20 ára gamall og hafa félög á borð við Mónakó og Bayer Leverkusen gert lánstilboð í ungstirnið.

Barca vill helst selja leikmanninn, með sérstöku ákvæði um endurkaupsmöguleika í framtíðinni, en flest félög vilja fá hann að láni.

Milan vill fá Todibo að láni með kaupmöguleika sem hljóðar upp á 20 milljónir evra næsta sumar.

Ítalski fréttamaðurinn Gianluca Di Marzio greinir frá þessu og bætir því við að varnarjaxlinn ungi sé opinn fyrir því að prófa ítalska boltann.
Athugasemdir
banner