Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   þri 03. janúar 2023 12:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon á óskalista RB Salzburg
Markinu gegn Dortmund fagnað.
Markinu gegn Dortmund fagnað.
Mynd: Getty Images
Lék sinn fyrsta landsleik í júní.
Lék sinn fyrsta landsleik í júní.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltamaður ársins í fyrra, Hákon Arnar Haraldsson sem er leikmaður FC Kaupmannahafnar, er á óskalista austurrísku meistaranna í Red Bull Salzburg samkvæmt heimildum austurríska dagblaðsins Kurier.

Hákon er nítján ára gamall og braut sér leið inn í lið FCK og íslenska landsliðsins á síðasta ári. Samningur hans við FCK rennur út sumarið 2026. Hann getur spilað á miðjunni, kantinum sem og í fremstu víglínu. Eitt af hans stærsta afrekum á síðasta ári var að skora gegn Dortmund í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þá varð hann meistari með FCK síðasta vor.

Fjallað er um að Salzburg þurfi að greiða meira en þær tvær milljónir evra sem Hákon er metinn á til að fá hann í sínar raðir. Þá er sagt að hann gæti fetað í fótspor Luka Sucic hjá Salzburg. Sucic er á óskalista félaga í Evrópu eftir frammistöðu hans á HM í Katar með Króatíu. Benjamin Sesko er svo á förum til Leipzig næsta sumar og þeir Noah Okafor, Strahinja Pavlovic, Oumar Solet og Nicolas Seiwald gætu mögulega yfirgefið félagið á næstunni.

Hákon hefur spilað 40 leiki fyrir aðallið FCK, skorað í þeim sex mörk og lagt upp fimm. Hann á að baki sjö leiki fyrir íslenska A-landsliðið.

Liðsfélagi Hákonar í landsliðinu og hjá FCK, Ísak Bergmann Jóhannesson, var á sínum tíma orðaður við RB Salzburg. Salzburg er yfirburðarlið í Austurríki, hefur orðið meistari níu sinnum í röð og er núna með sex stiga forskot á Sturm Graz sem situr í 2. sætinu.

Sjá einnig:
Hákon í viðræðum við FCK um nýjan samning (20. des)
Athugasemdir
banner
banner
banner