Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   fös 03. febrúar 2023 17:30
Elvar Geir Magnússon
„Við vildum halda Jack og hann vildi vera hér áfram“
Jack Harrison.
Jack Harrison.
Mynd: EPA
Jesse Marsch, stjóri Leeds, útskýrði það á fréttamannafundi í dag hvernig ferlið var með Jack Harrison og Leicester á Gluggadeginum.

Samningur Harrison við Leeds rennur út 2024 og Brendan Rodgers, stjóri Leicester, greindi frá því að Leicester hafi gert tilboð í vængmanninn seint á Gluggadag.

„Á elleftu stundu kom eitthvað frá Leicester. Við höfðum í nokkurn tíma rætt við Jack um samninginn hans. Það hafði aðeins hægst á ferlinu," segir Marsch.

Leeds var búið að samþykkja tilboð frá Leicester en hætti skyndilega við.

„Þegar allt kom til alls þá vildum við halda Jack og hann vildi vera hérna áfram. Þess vegna er hann enn hjá Leeds. Við erum að vinna í að framlengja samning hans. Við gerðum okkur grein fyrir því að Jack þyrfti að vera áfram."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
4 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
5 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
6 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner