Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 20:12
Brynjar Ingi Erluson
Middlesbrough fær Iheanacho á láni frá Sevilla (Staðfest)
Mynd: Middlesbrough
Enska B-deildarfélagið Middlesbrough tilkynnti í kvöld um komu nígeríska framherjans Kelechi Iheanacho en hann kemur á láni frá spænska félaginu Sevilla.

Iheanacho, sem er 28 ára gamall, var kynntur hjá Boro fyrir leik liðsins gegn Sunderland í deildinni í kvöld.

Framherjinn samdi við Sevilla síðasta sumar eftir að samningur hans við Leicester rann sitt skeið.

Hann byrjaði aðeins fimm leiki hjá Sevilla á tímabilinu, en er nú kominn aftur til Englands.

Nígeríumaðurinn er uppalinn hjá Manchester City og skoraði þar 21 mark í 64 leikjum með aðalliðinu. Hjá Leicester spilaði hann 232 leiki og skoraði 61 mark. Hann féll með liðinu niður í B-deildina árið 2023.

Á síðasta tímabili hans með Leicester skoraði hann fimm mörk er liðið vann sig aftur upp í úrvalsdeildina.


Athugasemdir
banner
banner