
Vestri 0 - 0 Fram (5-3 eftir vítakeppni)
1-0 Diego Montiel ('120 , víti)
1-1 Simon Tibbling ('120 , víti)
2-1 Eiður Aron Sigurbjörnsson ('120 , víti)
2-2 Kennie Knak Chopart ('120 , víti)
3-2 Gustav Kjeldsen ('120 , víti)
3-2 Guðmundur Magnússon ('120 , misnotað víti)
4-2 Jeppe Pedersen ('120 , víti)
4-3 Sigurjón Rúnarsson ('120 , víti)
5-3 Morten Ohlsen Hansen ('120 , víti)
Lestu um leikinn
1-0 Diego Montiel ('120 , víti)
1-1 Simon Tibbling ('120 , víti)
2-1 Eiður Aron Sigurbjörnsson ('120 , víti)
2-2 Kennie Knak Chopart ('120 , víti)
3-2 Gustav Kjeldsen ('120 , víti)
3-2 Guðmundur Magnússon ('120 , misnotað víti)
4-2 Jeppe Pedersen ('120 , víti)
4-3 Sigurjón Rúnarsson ('120 , víti)
5-3 Morten Ohlsen Hansen ('120 , víti)
Lestu um leikinn
Vestri komst í úrslit Mjólkurbikarsins í fyrsta sinn í sögu félagsins í er liðið hafði betur gegn Fram eftir vítakeppni á Kerecis-vellinum á Ísafirði.
Þjálfararnir þeir, Davíð Smári Lamude og Rúnar Kristinsson, töluðu um að leikurinn yrði mikil skák, mikið stress og varnarleikurinn í fyrirrúmi, en það var kannski aðeins meiri spenna en menn bjuggust við.
Fatai Gbadamosi átti fyrsta alvöru færi Vestra er hann skallaði fyrirgjöf Guðmundar Arnars Svavarssonar í þverslá.
Nokkrum mínútum síðar vildu Framarar fá víti er Freyr Sigurðsson féll í teignum en ekkert dæmt. Fjörugar fyrstu tíu mínútur og var fjörið rétt að byrja.
Sigurjón Rúnarsson átti skalla í stöng eftir hornspyrnu Fred Saraiva á 25. mínútu og í næstu sókn björguðu heimamenn í Vestra á línu eftir skalla Kennie Chopart.
Róbert Hauksson var næstur til að ógna marki Vestra. Hann fékk boltann úti hægra megin, fór illa með Eið Aron Sigurbjörnsson en skotið ekki alveg í sama gæðaflokki.
Síðari hálfleikurinn ekki alveg jafn fjörugur og sá fyrri en það fór að færast aðeins meira líf í þetta þegar lítið var eftir.
Fred fékk dauðafæri til að koma Frömurum í úrslitaleikinn þegar sjö mínútur voru eftir á klukkunni. Fyrirgjöfin kom inn á teiginn á Fred sem var aleinn en skallinn langt framhjá markinu.
Ekki náðist að knýja fram sigurvegara eftir venjulegan leiktíma og var því framlengt. Þar sást að menn voru orðnir dauðþreyttir og hreinlega sáttir við að fara í vítaspyrnulotteríið.
Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Framara, átti stórkostlega vörslu í framlengingunni eftir skot Sergine Fall og þá gat Emmanuel Duah sent Vestra í úrslitaleikinn er hann komst í dauðafæri gegn Viktori en skoti beint á markvörðinn.
Vítaspyrnukeppni var það og reyndist þetta klúður Vestramönnum ekki dýrkeypt. Þeir höfðu betur í vítakeppninni, 5-3, en Guðmundur Magnússon, framherji Framara, var sá eini sem brást bogalistin er hann setti boltann í þverslá og niður í grasið. Vestri skoraði úr öllum spyrnum sínum og skrifaði söguna með því að komast í úrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Mögnuð vegferð Vestra sem mætir Val í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli þann 22. ágúst.
Vítakeppnin:
1-0 Diego Montiel
1-1 Simon Tibbling
2-1 Eiður Aron SIgurbjörnsson
2-2 Kennie Chopart
3-2 Gustav Kjeldsen
3-2 Guðmundur Magnússon klúðrar!
4-2 Jeppe Pedersen
4-3 Sigurjón Rúnarsson
5-3 Morten Ohlsen Hansen
Vestri fer í bikarúrslit í fyrsta sinn eftir sigur á Fram í vítakeppni??Vestri mætir Val í bikarúrslitum???? pic.twitter.com/E13cXVaddH
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 12, 2025
Athugasemdir