Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 12. júlí 2025 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Malik Tillman til Leverkusen (Staðfest)
Mynd: Bayer Leverkusen
Bandaríski landsliðsmaðurinn Malik Tillman hefur gengið frá félagaskiptum sínum frá PSV til Bayer Leverkusen. Hann gerir samning til 2030.

Tillman er 23 ára gamall sóknartengiliður sem eyddi tveimur tímabilum hjá PSV.

Hann skoraði 25 mörk á tíma sínum hjá PSV er það varð hollenskur meistari tvö ár í röð.

Leverkusen náði samkomulagi við PSV um kaup á Tillman á dögunum og eru skiptin nú frágengin, en þýska félagið greiðir um 35 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Tillman, sem er fæddur og uppalinn í Þýskalandi, lék með akademíu Bayern München og Greuther Fürth, ásamt bróður sínum Timothy. Báðir léku með yngri landsliðum Þýskalands, en þeir völdu báðir að spila fyrir Bandaríkin í gegnum föður þeirra, sem er bandarískur.

Malik er lykilmaður þar með 25 leiki og 3 mörk, á meðan Timothy, sem er 26 ára gamall, hefur aðeins spilað einn A-landsleik.


Athugasemdir
banner