Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 12. júlí 2025 15:38
Brynjar Ingi Erluson
Elías Már skrifar undir í Kína (Staðfest)
Mynd: Aðsend
Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson hefur gert eins árs samning við kínverska félagið Meizhou Hakka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu á Instagram í dag.

Elías Már yfirgaf hollenska félagið NAC Breda á dögunum eftir að hafa bjargað liðinu frá falli úr úrvalsdeildinni.

Hann varð samningslaus eftir tímabilið og ákvað að halda á vit ævintýranna í Kína.

Framherjinn samdi við Meizhou Hakka sem spilar í úrvalsdeildinni í Kína, en liðið er í 14. sæti, einu fyrir ofan fallsæti þegar mótið er hálfnað.

Samningur hans gildir til 2026 og mun hann fá veglega greitt fyrir árið. Hann mun klæðast treyju númer 22.

Elías er þrítugur og skorað yfir 100 mörk í atvinnumennsku með Excelsior, Gautaborg, NAC Breda, Nimes og Vålerenga.




Athugasemdir
banner