Chelsea hefur selt franska leikmanninn Mathis Amougou til Strasbourg aðeins tæpum sex mánuðum eftir að hafa keypt hann frá St. Etienne.
Amougou, sem er 19 ára gamall, var keyptur til Chelsea fyrir 12 milljónir punda þann 3. febrúar og skrifaði hann undir átta ára samning.
Hann kom tvisvar inn af bekknum á sex mánuðum sínum hjá Chelsea, en hefur nú verið seldur til Strasbourg, sem er einnig í eigu BlueCo.
Miðjumaðurinn gerði fimm ára samning við Strasbourg, en Chelsea setti kaupákvæði í samninginn og á því möguleika á kaupa hann til baka í framtíðinni.
Amougou var í U17 og U19 ára landsliði Frakklands sem komst í úrslitaleik EM 2023 og 2024, en hann á yfir 30 landsleiki fyrir yngri landsliðin og talið mikið efni.
?? #MercatoRCSA I ???????????????????????? ???????????????????????????? ???????????????????? ???????? ???????????????????????? ????????????
— Racing Club de Strasbourg Alsace (@RCSA) July 12, 2025
Le milieu de terrain de 19 ans s’est engagé pour une durée de cinq saisons ????
Athugasemdir