Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   lau 12. júlí 2025 15:58
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Völsungur og Njarðvík skildu jöfn
Lengjudeildin
Elvar Baldvinsson skoraði jöfnunarmark Völsungs
Elvar Baldvinsson skoraði jöfnunarmark Völsungs
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Elfar Árni vildi vítaspyrnu undir lok leiks en fékk ekki
Elfar Árni vildi vítaspyrnu undir lok leiks en fékk ekki
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Völsungur 1 - 1 Njarðvík
0-1 Tómas Bjarki Jónsson ('28 )
1-1 Elvar Baldvinsson ('75 )
Lestu um leikinn

Völsungur og Njarðvík skildu jöfn, 1-1, í 12. umferð Lengjudeildar karla á PCC-vellinum á Húsavík í dag.

Gestirnir voru með góða stjórn á leiknum fyrstu 45 mínúturnar og fóru verðskuldað með eins marks forystu inn í hálfleikinn, en eina markið gerði Tómas Bjarki Jónsson á 28. mínútu.

Amin Cosic, sem mun ganga í raðir KR í næstu viku, hljóp upp vinstri kantinn, lék á varnarmann áður en hann kom boltanum á Tómas sem kláraði af miklu öryggi.

Leikmenn Völsungs komu sterkari út í síðari hálfleikinn og pressuðu NJarðvíkinga hátt uppi en hleyptu Njarðvíkingum oft í ágætis stöður til að gera út um leikinn.

Amin átti skot hárfínt framhjá markinu og þá voru Njarðvíkingar handvissir um að boltinn hafi farið inn í markið þegar hálftími var eftir er Ívar Arnbro Þórhallsson, markvörður Völsungs, virtist missa boltann inn fyrir línuna, en dómarinn var ekki á sama máli og áfram hélt leikurinn.

Í kjölfarið kom Steinþór Freyr Þorsteinsson inn á hjá heimamönnum og rúmum tíu mínútum síðar átti hann hornspyrnu sem Elvar Baldvinsson stangaði í netið.

Eftir markið fóru Njarðvíkingar í mikla pressu og uppskáru nokkur góð færi. Amin átti bæði færin en Ívar Arnbro varði meistaralega í tvígang.

Mikilvægar vörslur hjá Ívari og aldrei að vita nema þær muni skipta sköpum þegar talið verður upp úr pokanum í lok tímabils.

Liðin ætluðu sér að sækja til sigurs í dag og vildu heimamenn fá vítaspyrnu þegar lítið var eftir. Elfar Árni Aðalsteinsson og Jakob Héðinn Róbertsson spiluðu vel sín á milli áður en Elfar slapp í gegn á móti markverði og var tekinn niður, en Sveinn Arnarsson, dómari leiksins, veifaði þessu frá.

Fleiri urðu mörkin ekki á Húsavík og lokatölur því 1-1.

Njarðvíkingar hefðu með sigri farið á toppinn en þurfa að sætta við 2. sætið í bili. Liðið er þar með 24 stig, stigi frá toppnum, en Völsungur í 8. sæti með 14 stig.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 12 7 4 1 21 - 8 +13 25
2.    Njarðvík 12 6 6 0 30 - 12 +18 24
3.    HK 12 7 3 2 24 - 13 +11 24
4.    Þróttur R. 12 6 3 3 23 - 20 +3 21
5.    Þór 12 6 2 4 28 - 19 +9 20
6.    Keflavík 12 5 3 4 25 - 18 +7 18
7.    Grindavík 12 4 2 6 28 - 36 -8 14
8.    Völsungur 12 4 2 6 18 - 27 -9 14
9.    Fylkir 12 2 4 6 16 - 20 -4 10
10.    Selfoss 12 3 1 8 13 - 25 -12 10
11.    Fjölnir 12 2 3 7 14 - 27 -13 9
12.    Leiknir R. 12 2 3 7 12 - 27 -15 9
Athugasemdir
banner
banner