Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 12. júlí 2025 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Fiorentina staðfestir komu Pioli
Mynd: EPA
Fiorentina hefur formlega staðfest ráðninguna á ítalska þjálfaranum Stefano Pioli.

Pioli, sem þjálfaði Fiorentina frá 2017 til 2019, hætti með sádi-arabíska félagið Al Nassr eftir tímabilið.

Fiorentina og Pioli gengu frá samkomulagi í síðasta mánuði, en það var ekki gert formlegt fyrr en í dag.

Samkvæmt ítölsku miðlunum ætlar Pioli að byggja liðið í kringum Albert Guðmundsson, David De Gea og Moise Kean, en Albert var keyptur frá Genoa á dögunum eftir að hafa eytt leiktíðinni á láni hjá Flórensarliðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner