Fiorentina hefur formlega staðfest ráðninguna á ítalska þjálfaranum Stefano Pioli.
Pioli, sem þjálfaði Fiorentina frá 2017 til 2019, hætti með sádi-arabíska félagið Al Nassr eftir tímabilið.
Fiorentina og Pioli gengu frá samkomulagi í síðasta mánuði, en það var ekki gert formlegt fyrr en í dag.
Samkvæmt ítölsku miðlunum ætlar Pioli að byggja liðið í kringum Albert Guðmundsson, David De Gea og Moise Kean, en Albert var keyptur frá Genoa á dögunum eftir að hafa eytt leiktíðinni á láni hjá Flórensarliðinu.
Stefano Pioli è l’allenatore della Fiorentina??????#forzaviola #fiorentina pic.twitter.com/I2grM8QAzx
— ACF Fiorentina (@acffiorentina) July 12, 2025
Athugasemdir