Enski bakvörðurinn Archie Brown, sem er á mála hjá Gent í Belgíu, er á leið til tyrkneska félagsins Fenerbahce.
Þessi 23 ára gamli leikmaður ólst upp hjá Derby County áður en hann fluttist til Sviss og samdi við Lausanne Sport.
Brown, sem spilaði með íslenska landsliðsmanninum Andra Lucasi Guðjohnsen á síðasta tímabili, var í sigtinu hjá mörgum félögum í sumar, en hann hefur tekið heldur óvænta ákvörðun.
Fenerbahce og Milan voru bæði í viðræðum við leikmanninn sem tók ákvörðun í morgun um að spila undir Jose Mourinho í Tyrklandi í stað þess að spila fyrir eitt allra sigursælasta lið í sögu Evrópuboltans.
Hann er á leið til Istanbúl og mun gangast undir læknisskoðun áður en hann verður kynntur. Kaupverðið nemur um 8 milljónum evra.
Brown á 2 landsleiki með U20 ára landsliði Englands og skorað eitt mark.
Athugasemdir