Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   lau 12. júlí 2025 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Orkun Kokcu til Besiktas (Staðfest)
Mynd: Besiktas
Tyrkneski miðjumaðurinn Orkun Kokcu var í dag kynntur hjá Besiktas í heimalandinu en hann kemur frá Benfica í Portúgal.

Besiktas setti sig í samband við Benfica á dögunum og voru félögin ekki lengi að ná samkomulagi.

Kokcu er 24 ára gamall og var valinn besti leikmaður hollensku deildarinnar árið 2023 er hann varð meistari með Feyenoord undir stjórn Arne Slot, en um sumarið samdi hann við Benfica þar sem hann hafði verið að gera ágætis hluti.

Það stóð ekki til að Kokcu færi frá Benfica í sumar, en rifrildi við Bruno Lage, þjálfara liðsins, á HM félagsliða varð til þess að leikmaðurinn fór fram á sölu og samþykkti Benfica að leyfa honum að fara.

Besiktas greiðir 25 milljónir evra fyrir Kokcu en kaupverðiö getur hækkað upp í 30 milljónir ef ákveðnum skilyrðum er mætt.


Athugasemdir
banner