Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   lau 12. júlí 2025 10:55
Brynjar Ingi Erluson
Diljá Ýr til Brann (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Brann
Íslenska landsliðskonan Diljá Ýr Zomers er gengin til liðs við norska félagið Brann frá Leuven.

Diljá Ýr er 23 ára gömul og spilar stöðu sóknarmanns en hún hefur verið að gera það gott með belgíska félaginu Leuven síðustu tvö árin.

Á síðasta ári var hún krýnd markadrottning belgísku deildarinnar, en glímdi við meiðsli á síðasta tímabili sem héldu henni frá keppni og tafðist bati hennar vegna seinagangs í greiningu á meiðslunum.

Hún varð meistari með Leuven á tímabilinu en mun nú hefja nýtt ævintýri hjá Brann í Noregi. Hún skrifaði undir samning til 2027.

Diljá var í EM-hópnum hjá Íslandi en kom ekkert við sögu í leikjunum þremur.

„Hún er markaskorari sem getur leyst fjölmargar stöður í sóknarlínunni. Diljá er mjög góð með boltann og með öfluga líkamsbyggingu og hlakkar okkur mikið til að fá hana inn í leikmannahópinn,“ sagði Lars Johan Myklebust, yfirmaður íþróttamála hjá Brann.

Kvennaiðið hjá Brann var sett á laggirnar árið 2021 en áður spilaði það undir merkjum Sandviken. Það varð deildar- og bikarmeistari árið 2022 og situr nú í öðru sæti deildarinnar með 35 stig.

Diljá hóf meistaraflokksferil sinn hjá FH en spilaði einnig með Val og Stjörnunni hér heima. Þá hefur hún spilað með Häcken, Norrköping og Leuven í atvinnumennsku.
Athugasemdir
banner
banner
banner