Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 03. mars 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Dómaraskandall á Mestalla - Ætla að áfrýja rauðu spjaldi Bellingham
Jude Bellingham var öskuillur eftir að markið var dæmt af og fékk að líta rauða spjaldið
Jude Bellingham var öskuillur eftir að markið var dæmt af og fékk að líta rauða spjaldið
Mynd: Getty Images
Leikskýrslan á heimasíðu Real Madrid er afar harðorð í garð dómarateymisins á Mestalla-leikvanginum í kvöld en þar er dómarinn sakaður um spillingu eftir að hafa dæmt mark af Jude Bellingham seint í uppbótartíma.

Staðan var 2-2 þegar Madrídingar fengu hornspyrnu. Luka Modric kom boltanum inn í teiginn. Boltinn var hreinsaður út á Brahim Díaz, sem náði að rífa sig lausan og koma boltanum fyrir á Bellingham sem skoraði.

Dómari leiksins ákvað hins vegar að flauta leikinn þegar Díaz sendi boltann fyrir markið og endaði leikurinn því 2-2.

Bellingham var eðlilega ósáttur við niðurstöðu dómarans og endaði það með því að hann fékk að líta rauða spjaldið og er á leið í þriggja leikja bann.

Real Madrid hefur áfrýjað spjaldinu en ekki bara það, heldur veltir félagið fyrir sér hvað átti sér stað í þessu atviki. Það hefur lengi kvartað yfir dómgæslunni á Spáni.

Hægt er að sjá þetta ótrúlega atvik hér fyrir neðan. Einnig er sýnt í myndbandinu þegar dómarinn tekur ákvörðun um að flauta, en það virðist eitthvað bogið við þetta allt saman.


Athugasemdir
banner
banner
banner