Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 03. apríl 2020 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stungu upp á að tilraunir yrðu í Afríku - „Þið eruð algjör skítseyði"
Samuel Eto'o með aðdáanda.
Samuel Eto'o með aðdáanda.
Mynd: Getty Images
Didier Drogba.
Didier Drogba.
Mynd: Getty Images
Samuel Eto'o og Didier Drogba, tveir af bestu knattspyrnumönnum sem komið hafa frá Afríku, eru reiðir eftir að tveir læknar gáfu það í skyn í frönsku sjónvarpi að það ætti að prófa lyf gegn kórónuveirunni í Afríku.

Demba Ba, sóknarmaður Istanbul Basaksehir í Tyrklandi, birti myndband af samskiptum læknanna á Twitter. Hann skrifaði við myndbandið: „Velkomin til Vesturlanda þar sem hvítt fólk telur sig vera svo mikið yfirburðar að rasismi og heimska verða algengur hlutur. Tími kominn á að rísa!"

Umræddar athugasemdir læknanna eru varðandi hugsanlegar prófanir á BCG bóluefninu, sem notað er gegn berklum, sem forvörn gegn COVID-19.

„Ættum við ekki að gera þessa rannsókn í Afríku þar sem eru engar grímur, engin meðferð og engar endurlífgunartilraunir?" spurði Jean-Paul Mira, yfirmaður á gjörgæsludeild á Cochin-sjúkrahúsinu í París.

„Það sama hefur verið gert í rannsóknum gegn AIDS þar sem vitað er að vændiskonur nota ekki verjur."

Prófessor Camille Locht svaraði með því að segja: „Það er rétt hjá þér. Við erum alvarlega að hugsa um að gera rannsóknir með BCG í Afríku. Það hindrar okkur ekki í að gera rannsóknir í Evrópu eða Ástralíu."

Eto'o, fyrrum sóknarmaður Barcelona og Kamerún, brást illa við þessum umnmælum. „Þið eruð algjör skítseyði. Afríka er ekki til að leika ykkur með," skrifaði hann á Instagram.

Drogba, sem gerði garðinn frægann með Chelsea tók í sama streng og skrifaði hann á Twitter: „Það er óhugsandi að við höldum áfram að samþykkja þetta. Ég fordæmi sterklega þessar alvarlega, rasistalegu og fyrirlitlegu ummæli."

„Hjálpið okkur að stöðva útbreiðslu veirunnar í Afríku í staðinn fyrir að hugsa um okkur sem tilraunadýr. Þetta er fráleitt!"
Athugasemdir
banner
banner
banner