Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 03. júlí 2021 14:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Elías Rafn ætlar í samkeppni við Lössl
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hinn 21 árs gamli markvörður FC Midtjylland, Elías Rafn Ólafsson, segist ætla að berjast um aðal markvarðastöðuna hjá liðinu við Jonas Lössl.

Elías hefur verið á láni frá Midtylland síðustu tvö tímabil. Tímabilið 2019/20 lék hann með Aarhus Fremard í dönsku C-deildinni og var liðið hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í B-deildinni. Á síðustu leiktíð var hann á láni hjá Frederica í dönsku B-deildinni.

Á síðustu leiktíð skrifaði hann undir samning til 2025 við Midtylland.

Elías lék sinn fyrsta leik fyrir Midtylland um síðustu helgi gegn Malmö í æfingarleik. Midtylland vann leikinn 2-1 og Mikael Anderson skoraði annað mark Midtylland.

Elías var til viðtals hjá heimasíðu Midtjylland þar sem hann ræddi m.a. leikinn og framtíð sína hjá félaginu.

„Þetta var mjög góður leikur. Við spiluðum virkilega vel, unnum leikinn og mér finnst ég líka hafa staðið mig vel, þannig að þetta var góð reynsla." sagði Elías um leikinn gegn Malmö.

„Ég hef ekki æft með Jonas (Lössl) ennþá, það verður mjög spennandi. Ég hlakka mikið til að læra af honum. Hingað til hef ég æft með Jesper Hansen og Mikkel Andersen og það hefur gefið mér mikið. Svo er Lasse (Heinze, markmannsþjálfari) frábær þjálfari, svo það er frábært að æfa með Midjylland á hverjum degi."

„Ég vona að ég fái að spila einhverja leiki. Það er ljóst. Jonas er góður markvörður og auðvitað styð ég hann en ég vona að ég geti fengið spilatíma. Svona þroskast maður mest, fullyrðir íslenski markvörðurinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner