Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. júlí 2022 23:08
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona þarf að greiða risaupphæð til að landa Bernardo
Bernardo Silva
Bernardo Silva
Mynd: EPA
Spænska félagið Barcelona hefur mikinn áhuga á því að fá portúgalska sóknartengiliðinn Bernardo Silva frá Manchester City í sumar en til þess að það verði að veruleika þarf félagið að punga út tæpum 90 milljónum punda.

Bernardo hefur verið einn mikilvægasti hlekkurinn í sóknarleik Man City síðustu ár en á hverju ári kemur alltaf upp sama spurningin: Verður hann áfram?

Leikmaðurinn hefur verið að hugsa sér til hreyfings og hefur hann áður talað um að hann vilji reyna fyrir sér annars staðar.

Barcelona hefur sýnt honum mikinn áhuga og þá er Bernardo opinn fyrir þeirri hugmynd.

Sport segir að City vilji fá 86 milljónir punda fyrir leikmanninn en Barcelona ætlar að reyna að lækka þann verðmiða í 50 milljónir punda.

Það veltur líka mikið á því hvort Manchester United fær Frenkie de Jong frá Barcelona. Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að það komi ekki til greina en enskir miðlar segja að félögin séu að nálgast samkomulag um hann. Það veltur svo allt á því hvað De Jong vill gera.

Ef De Jong fer til United þá ætti Barcelona að hafa efni á því að fá Bernardo frá Man City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner