Samningur Jóns Dags Þorsteinssonar hjá AGF er runninn út og er hann í leit að nýju félagi um þessar mundir.
Fótbolti.net greindi frá því í gær að hann muni fljúga út í dag til að skrifa undir hjá nýju félagi en þrjú félög eru sögð koma til greina; Leuven, Standard Liege og Mechelen.
Belgískir fjölmiðlar halda því fram að hann hafi neitað tilboði Standard Liege og Mechelen og sé á leið til Leuven.
Jón Dagur gekk til liðs við AGF árið 2019 frá Fulham og lék 86 leiki og skoraði 18 mörk. Hann á 21 landsleik fyrir íslandshönd og hefur skorað fjögur mörk.
Athugasemdir