Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
banner
   lau 27. desember 2025 19:03
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Como skoraði þrjú gegn Þóri og félögum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þórir Jóhann Helgason fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn í 0-3 tapi Lecce á heimavelli gegn Como í ítalska boltanum í dag.

Nico Paz skoraði og lagði upp í sigrinum en varnarmaðurinn ungi Jacobo Ramón komst einnig á blað ásamt gríska framherjanum Anastasios Douvikas. Mërgim Vojvoda átti tvær stoðsendingar.

Como hafði tapað tveimur útileikjum í röð gegn Inter og Roma en er komið aftur á sigurbraut með þessum sigri. Lærlingar Cesc Fábregas eru í 6. sæti ítölsku deildarinnar með 27 stig eftir 16 umferðir.

Þórir Jóhann og félagar í liði Lecce eru fallbaráttu með 16 stig.

Lazio tók þá forystuna á útivelli gegn Udinese í jöfnum slag. Matías Vecino skoraði á 80. mínútu og tókst heimamönnum í Údíne að jafna í uppbótartíma.

Keinan Davis, fyrrum framherji Watford, skoraði jöfnunarmark seint í uppbótartíma til að bjarga stigi. Nicoló Zaniolo átti stoðsendinguna.

Lazio er með 24 stig, tveimur stigum meira heldur en Udinese.

Að lokum gerði Semih Kilicsoy sigurmarkið er Cagliari heimsótti Torino. Nikola Vlasic tók forystuna í fyrri hálfleik og er þá kominn með 5 mörk og 2 stoðsendingar í síðustu 6 deildarleikjum, en gestirnir frá Sardiníu jöfnuðu fyrir leikhlé.

Matteo Prati gerði jöfnunarmarkið undir lok fyrri hálfleiks og skoraði Semih Kilicsoy sigurmarkið í síðari hálfleik. Tvö stig skilja á milli Torino og Cagliari í neðri hluta deildarinnar.

Lecce 0 - 3 Como
0-1 Nico Paz ('20 )
0-2 Jacobo Ramon ('66 )
0-3 Anastasios Douvikas ('75 )

Udinese 1 - 1 Lazio
0-1 Matias Vecino ('80 )
1-1 Keinan Davis ('95)

Torino 1 - 2 Cagliari
1-0 Nikola Vlasic ('27 )
1-1 Matteo Prati ('45 )
1-2 Semih Kilicsoy ('66 )
Athugasemdir
banner
banner
banner