Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
banner
   lau 27. desember 2025 22:44
Ívan Guðjón Baldursson
Aston Villa bætir félagsmet með sigri á Emirates
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Aston Villa er aðeins einum sigri frá því að bæta 111 ára gamalt félagsmet.

Villa er á blússandi siglingu þessa dagana og var að vinna sinn ellefta leik í röð í öllum keppnum í dag, á útivelli gegn Chelsea.

Liðið vann síðast 11 leiki í röð árið 1914, rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Villa er því aðeins einum sigri frá því að vinna 12 leiki í röð í fyrsta sinn í sögu sinni.

Næsti leikur liðsins er þó á útivelli gegn meiðslahrjáðu liði Arsenal í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Villa vann heimaleikinn sinn 2-1 gegn Arsenal í byrjun desember og er ljóst að leikurinn á Emirates verður enn erfiðari.

Unai Emery þjálfar Aston Villa og er liðið í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar sem stendur, þremur stigum á eftir toppliði Arsenal.

Villa vann 11 leiki í röð 1897 og 1914 en hefur aldrei tekist að sigra 12 í röð.

Síðustu 11 sigrar Aston Villa:
Chelsea
Man Utd
West Ham
Basel
Arsenal
Brighton
Wolves
Young Boys
Leeds
Bournemouth
Maccabi Tel Aviv
Athugasemdir
banner
banner
banner