Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
   sun 28. desember 2025 14:20
Ívan Guðjón Baldursson
Chris Wood búinn í aðgerð
Mynd: Nottingham Forest
Nýsjálenski framherjinn Chris Wood verður lengur frá keppni en búist var við eftir að hafa farið í aðgerð á hné.

Wood, sem var helsti markaskorari Nottingham Forest á síðustu leiktíð, meiddist um miðjan október og hefur verið frá keppni síðan.

Þessi 34 ára markavél byrjaði nýtt tímabil á að skora tvennu í fyrstu umferð en lenti svo í vandræðum fyrir framan markið. Wood skoraði aðeins eitt mark í átta leikjum með Forest áður en hann meiddist.

„Ég bjóst ekki við svona jólum en svona er fótboltinn, maður veit aldrei hvað gerist. Eftir hápunkta síðustu leiktíðar og lágpunkta núverandi tímabils er ljóst að maður þarf alltaf að vera undirbúinn fyrir hvað sem er," skrifaði Wood meðal annars á Instagram.

Wood tók síðast þátt í 3-0 tapi Forest gegn Chelsea í lokaleik Ange Postecoglou við stjórnvölinn.

Ekki er ljóst hversu lengi hann verður frá keppni eftir aðgerðina.



Athugasemdir
banner
banner