Robert Lewandowski var settur í skrítna stöðu tímabilið 2022/23 þegar Barcelona bað hann um að hætta að skora mörk.
Liðið var þegar búið að tryggja sér spænska titilinn en Barcelona þurfti að borga Bayern ákveðna upphæð ef hann skoraði 25 mörk. Hann var kominn með 23 mörk fyrir síðustu tvo leikina þegar hann var beðinn um að hætta að skora.
Liðið var þegar búið að tryggja sér spænska titilinn en Barcelona þurfti að borga Bayern ákveðna upphæð ef hann skoraði 25 mörk. Hann var kominn með 23 mörk fyrir síðustu tvo leikina þegar hann var beðinn um að hætta að skora.
„Það er sumt sem ég vil ekki ræða mikið. Ég ber mikla virðingu fyrir Barcelona og fólkinu í kringum félagið. Ég átta mig á fjárhagsvandræðum félagsins á þessum tíma, það voru mörg vandamál sem þurfti að takast á við sem hagnaðist liðinu," sagði Lewandowski.
„Félagið fylgdist vandlega með öllum útgjöldum – þetta var ekki óveruleg upphæð. Persónulega hafði það engin áhrif á mig, ég var sáttur við þetta. Samt sem áður hugsaði ég hvort ég ætti að sækjast eftir marki eða ekki."
Athugasemdir




