Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   sun 28. desember 2025 22:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Afríkukeppnin: Amad Diallo á skotskónum
Amad Diallo
Amad Diallo
Mynd: EPA
Ivory Coast 1 - 1 Cameroon
1-0 Amad Diallo ('51 )
1-1 Ghislain Konan ('56 , sjálfsmark)

Fílabeinsströndin og Kamerún gerðu jafntefli í 2. umferð riðlakeppni Afríkukeppninnar í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik. Franck Kessie kom boltanum í netið fyrir Fílabeinsströndina strax í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af.

Stuttu síðar kom Amad Diallo Fílabeinsströndinni yfir með skoti rétt fyrir utan vítateignn eftir langa sendingu frá Ghislain Konan.

Aðeins fimm mínútum síðar varð Konan fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem tryggði Kamerún stig.

Bæði lið eru með fjögur stig en Mósambík er með þrjú stig. Fílabeinsströndin mætir Gabon, sem er án stiga, í lokaumferðinni og Kamerún og Mósambík mætast.
Athugasemdir
banner
banner
banner