Crystal Palace og Tottenham eigast við í lokaleik 18. umferðar enska úrvalsdeildartímabilsins. Hér er um afar efitrvæntan Lundúnaslag að ræða þar sem bikarmeistarar síðustu leiktíðar taka á móti Evrópudeildarmeisturunum.
Oliver Glasner gerir fjórar breytingar á byrjunarliði Crystal Palace sem tapaði gegn Arsenal í deildabikarnum eftir vítaspyrnukeppni í miðri viku.
Nathaniel Clyne, Will Hughes, Justin Devenny og Dean Henderson koma inn í byrjunarliðið en Chris Richards dettur út vegna meiðsla. Meiðsli hans neyða Glasner til þess að annað hvort breyta um leikkerfi og spila með fjögurra manna varnarlínu eða færa miðjumanninn Jefferson Lerma niður í þriggja manna varnarlínu.
Palace er ekki með sterkan bekk enda margir leikmenn meiddir og vantar breidd í hópinn.
Thomas Frank gerir tvær breytingar frá tapi gegn Liverpool um síðustu helgi. Kevin Danso og Richarlison koma inn í byrjunarliðið fyrir Cristian Romero og Xavi Simons sem eru báðir í leikbanni eftir að hafa verið reknir í sturtu gegn Englandsmeisturunum.
Dominic Solanke, James Maddison, Dejan Kulusevski og Destiny Udogie eru þá allir að glíma við meiðsli og er Yves Bissouma upptekinn í Afríkukeppninni ásamt Pape Matar Sarr.
Crystal Palace: Henderson; Clyne, Lacroix, Guehi, Mitchell; Lerma, Hughes, Devenny, Wharton; Pino, Mateta.
Varamenn: Benitez, Nketiah, Uche, Esse, Canvot, Sosa, Rodney, Drakes-Thomas, Benamar.
Tottenham: Vicario; Pedro Porro, Danso, Van de Ven, Spence; Bentancur, Bergvall, Kudus; Gray, Richarlison, Kolo Muani.
Varamenn: Kinsky, Dragusin, Palhinha, Tel, Johnson, Takai, Odobert, Davies, Scarlett.
Athugasemdir





