Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
banner
   sun 28. desember 2025 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Scarles grét: Allir leiðir og svekktir
Mynd: West Ham
Mynd: EPA
Nuno Espírito Santo var sár eftir naumt tap hjá West Ham á heimavelli gegn Fulham í gær.

Liðin áttust við í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni og úr varð tíðindalítill leikur sem einkenndist af mikilli baráttu. Staðan hélst markalaus allt þar til Raúl Jiménez skoraði eina mark leiksins á lokakaflanum.

„Mér leið eins og við værum með tökin á leiknum þegar þeir skora þetta mark. Okkur leið eins og við værum að fara að gera sigurmarkið en að lokum var okkur refsað. Við viljum vinna fótboltaleiki en það er ekki að ganga upp," sagði Nuno eftir tapið.

„Við erum ekki að skora mörk og það er stærsta vandamálið."

Jiménez skoraði eftir slæm mistök hins efnilega Ollie Scarles sem mistókst að hreinsa boltann af hættusvæðinu. Þess í stað skoppaði boltinn til Harry Wilson sem gaf hann fyrir á Jiménez, sem var óvaldaður og skoraði með góðum skalla af stuttu færi. Tvítugur Scarles grét eftir mistökin.

Sjáðu markið

„Við erum allir leiðir og svekktir en við stöndum saman í gegnum súrt og sætt. Við erum liðsheild. Við höfum fulla trú á Ollie, mistök eru partur af leiknum. Þetta verður erfitt í dag og í kvöld en á morgun er nýr dagur og svo kemur annar leikur."

Burnley er í fallsæti með 12 stig eftir 18 umferðir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
9 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
10 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner