Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
banner
   sun 28. desember 2025 19:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Yamal fer sína eigin leið - „Ronaldo og Messi vildu vera þeir sjálfir"
Mynd: EPA
Lamine Yamal, leikmaður Barcelona, segist ekki vilja bera sig saman við Cristiano Ronaldo og Lionel Messi en hann vill fara sína eigin leið.

Yamal er einn besti leikmaður heims um þessar mundir þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall.

Hann var valinn besti sóknarmaður ársins á Globe Soccer verðlaunahátíðinni í Dúbaí í dag.

„Það er best að bera sig ekki saman við aðra. Leikmenn eins og Ronaldo og Messi gerðu það sem þeir gerðu því þeir vildu vera þeir sjálfir og báru sig ekki saman við aðra. Ég vil fara mína eigin leið," sagði Yamal.


Athugasemdir
banner