Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
   sun 28. desember 2025 14:58
Ívan Guðjón Baldursson
Watkins um Emery: Taktískur snillingur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ollie Watkins kom inn af bekknum og skoraði bæði mörk Aston Villa í frábærum endurkomusigri á útivelli gegn Chelsea í gærkvöldi.

Watkins var mjög kátur að leikslokum og hrósaði þjálfaranum Unai Emery í hástert, en Aston Villa er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur - aðeins þremur stigum á eftir toppliði Arsenal.

„Þetta er stórkostlegur sigur og fyrir mig persónulega er þetta frábær tilfinning að koma hingað og skora tvö mörk. Það er stórkostlegt að koma hingað og sigra annan leik, við erum búnir að vinna ellefu í röð," sagði Watkins eftir lokaflautið.

Villa breytti um leikkerfi með þrefaldri skiptingu í síðari hálfleik.

„Hann (Unai Emery) breytti þessu útaf því að Chelsea var að spila maður á mann hátt uppi á vellinum en átti alltaf auka miðvörð til að takast á við löngu boltana. Þegar ég kom inn í seinni hálfleiknum færði hann Youri Tielemans upp í tíuna og setti Jadon Sancho og Morgan Rogers á kantana til að fá auka mann í sóknarleikinn og það virkaði. Hann er snillingur þegar kemur að taktík."

Watkins er kominn með 5 mörk í 18 deildarleikjum það sem af er tímabils.

„Ég hef ekki verið á þeim stað sem ég vil vera á en ég get notað þetta sem hvata til að gera betur í næstu leikjum.

„Við getum gert góða hluti á þessu tímabili, mér líður eins og lið séu hrædd við okkur þó að við spilum ekki endilega alltaf fallegasta fótboltann.

„Það er mikið umtal um hvort við getum verið með í titilbaráttunni en það er ennþá langt í það. Við erum bara að einbeita okkur að næsta leik hverju sinni. Við erum bara einbeittir að okkur sjálfum, við erum ekki að gefa því mikinn gaum hvað önnur lið eru að gera."


Aston Villa er búið að safna 39 stigum eftir 18 umferðir í úrvalsdeildinni og er með 11 sigra í röð í öllum keppnum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
9 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
12 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
13 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir